Busun

Busun

Áttunda bekkingar voru formlega teknir í heilagt samfélag unglingadeildar Brekkubæjarskóla í dag. Tíunda bekkingar sáu að vanda um að gera þeim daginn eftirminnilegan. Í kvöld er svo busaball, en sú hefð hefur skapast að 10. bekkingar sækja hver sinn „busann“ og fylgja á ballið.