Lestrarstund

Lestrarstund

Lestrarstundirnar eru komnar til að vera hér í Brekkó og allir vita nú hvað gera á: Koma sér þægilega fyrir með bók einhverstaðar og lesa góða stund, einn eða með mömmu, pabba, afa eða ömmu. Alþjóðlegur dagur læsis og Bókasafnsdagurinn voru á mánudginn, 8. september. Af því tilefni efndum við til lestrarstundarinnar “allir lesa” saman á miðvikudaginn milli kl. 8.40 og 9.00. Sem fyrr var foreldrum og öðrum aðstandendum boðið að koma og taka þátt í lestrarstundinni með börnum sínum og njóta lesturs og var bara góð mæting hjá því góða fólki.