Gjafir

Mynd_1385412

Á nýliðnum vetri bárust sérdeildinni góðar gjafir og styrkir. Í desember færði Búkolla deildinni IPad að gjöf og Kiwanisklúbburinn Þyrill afhenti veglega peningagjöf á aðventustund í skólanum. Lionsklúbbur Akraness og Lionsklúbburinn Eðna færðu deildinni einnig veglegar peningagjafirá árinu. Á skólaslitum 5.júní síðastliðinn færðu útskriftarnemar sérdeildinni síðan tvær borðtölvur. Gjöfin er gefin til minningar um skólabróður þeirra og jafnaldra, Sindra Dag Garðarsson, sem lést árið 2011.

Nemendur og starfsfólk sérdeildar færir öllum þessum aðilum enn og aftur bestu þakkir fyrir fallegan hug í hennar garð.