Börn lesa fyrir börn

Börn lesa fyrir börn

Í dag fóru nokkrir nemendur í 3. bekk í heimsókn á Teigasel og lásu bækur fyrir börnin á Miðteigi. Þau völdu bækur af bókasafni skólans sem þeim fannst henta vel til að lesa fyrir leikskólabörnin. Tókst þessi heimsókn einstaklega vel og allir skemmtu sér vel. Nemendur 3. bekkjar munu halda áfram næstu vikur að heimsækja börnin á Teigaseli og lesa fyrir þau.