Lestrarátak Ævars vísindamanns

Lestrarátak Ævars vísindamanns

Mikið er rætt og ritað um minnkandi bóklestur barna og unglinga. Ýmislegt er gert til þess að hvetja börnin til þess að lesa meira. Það er með lesturinn eins og t.d íþróttir, tónlistarnám eða annað sem maður vill ná góðum tökum á, MAÐUR VERÐUR AÐ ÆFA SIG. Nemendur ná ekki alltaf að æfi sig nógu mikið í skólanum og því er mikilvægt að þau æfi sig líka heima.

Til þessa að hjálpa okkur að hvetja krakkana áfram hefur Ævar Þór Benediktsson sett í gang Lestrarátak Ævars vísindamanns fyrir 1. – 7. bekk. Ævar Þór er leikari og rithöfundur og hefur síðustu ár búið til mikið af barnaefni sem Ævar vísindamaður, bæði í bókum og sjónvarpi.Átakið hófst formlega 1. október og stendur til 1. febrúar. Lestrarátakið er m.a. unnið með hjálp frá Heimili og skóla, Ibby, RÚV, og Forlaginu.

> Lesa meira um lestrarátakið