Skyndinámskeið í skyndihjálp

Skyndinámskeið í skyndihjálp

Rauði kross Íslands fagnar 90 starfsafmæli í ár og stendur af því tilefni fyrir átaki í kynningu og fræðslu um skyndihjálp. Allir grunnskólanemar landsins fá kynningu á skyndihjálp og svo var einnig um nemendur Brekkubæjarskóla á föstudaginn, þegar hjúkrunarfræðingarnir Ólína og Klara eyddu hér heilum morgni í þessa nauðsynlegu fræðslu. Krakkarnir tóku kynningunni vel og voru mörg áhugasöm um kúnstina að hnoða hjarta til lífs sem og annað sem skyndihjálp varðar.