Tölvugjöf til Sérdeildar

Tölvugjöf til Sérdeildar

Í tilefni þess að Landsbankinn fagnar hálfrar aldar starfsemi hér í bæ veitti bankinn tvo styrki til samfélagsverkefna á Akranesi. Sérdeild Brekkubæjarskóla var þar á meðal og fékk að gjöf þrjár tölvur til notkunar fyrir nemendur deildarinnar.

Þau Hannes Marínó Ellertsson og Ingunn Þóra Jóhannesdóttir komu á dögunum og afhentu tölvurnar góðu. Kunnum við þeim og bankanum okkar bestu þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem mun svo sannarlega koma að góðum notum í skólastarfinu.

Á myndinni eru Brynjar Örn Hilmarsson, Davíð Sigurðsson, Ingunn Þóra Jóhannesdóttir, Hannes Marínó Ellertsson, Hallgrímur Ísak Guðmundsson og Helena Rut Káradóttir.