Bókaormar Brekkó 2014

Bókaormar Brekkó 2014

Úrslitakeppnin í spurningakeppninni Bókaormar Brekkubæjarskóla fór fram á sal skólans í dag. Eftir harða keppni stóð lið 6. S uppi sem sigurvegari með 46 stig, en það keppti á móti liði 7. B sem fékk 42 stig.

Í sigurliðinu voru Birta Svansdóttir, Salka Brynjarsdóttir og Sólbjört Hákonardóttir. Í liði 7. bekkjar voru Antonía Sveinsdóttir, Arna.Jónsdóttir og Nökkvi Guðmundsson.

Þau sem skipuðu liðin voru þó ekki ein um að svara spurningunum því leita mátti til bekkjarfélaganna um aðstoð í flestum þáttum keppninnar. Keppt er um farandbikar sem Hallbera bókasafnskennari gaf til keppninnar, en hún hefur einnig veg og vanda af keppninni. Verður Hallberubikarinn í varðveislu sigurbekkjarins fram að næstu keppni. Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin og er hún vonandi komin til að vera næstu árin.

Markmiðið með keppninni er að hvetja nemendur til þess að lesa. Um er að ræða útsláttakeppni fyrir nemendur í 4.-7.bekk. Keppnin samanstendur af hraðaspurningum, bjölluspurningum, vísbendingaspurningumr, leik orða og lið sem kallaður er Allir saman, en þá mega liðin velja sér ákveðna bók til þess að svara spurningum úr. Spurningar eru unnar í samstarfi starfsmanna skólasafna grunnskólanna hér á Skaga, en sams konar keppni fer fram í báðum skólum.

Gefinn var út listi s.l. vor með 18 bókum sem spurt var úr en listann var einnig að finna á Bókasafni Akraness. Nemendur voru hvattir til að nota sumarið og kynna sér bækurnar en keppnin sjálf hófst 24. október.

> Sjá myndir frá spurningakeppninni