Rithöfundur í heimsókn

Rithöfundur í heimsókn

Í dag fengu nemendur í 1.-4. bekk skemmtilega heimsókn. Hingað í skólann mætti Dagbjört Ásgeirsdóttir rithöfundur, en hún hefur skrifað bækurnar um Gumma.

Dagbjört las úr nýjustu bók sinni fyrir krakkana – Gummi fer í fjallgöngu. Þetta er fjórða bókin um Gumma, en eins og í fyrri bókunum fræðast börnin um eitt og annað sem tengist náttúrunni, um gamla og nýja siði og fleira skemmtilegt. Höfundinum var vel tekið og stóðu allir sig afar vel í því að hlusta og njóta sögunnar.

Bækur Dagbjartar hafa m.a. verið notaðar í lestrarkennslu og málörvun hér í skólanum en fyrir utan að vera fræðandi eru þær stórskemmtilegar. Við þökkum Dagbjörtu fyrir komuna.