Flott verkefni unnin í smiðju

Flott verkefni unnin í smiðju

Nemendur á unglingastigi efndu í dag til sýningar á verkefnum sem þau hafa undanfarið unnið í Smiðju, sem er n.k. valgrein í skólanum.

Verkefnin voru af ýmsu tagi, s.s. bókagerð, vídeó ýmiskonar, textagerð á ensku fyrir upplýsingavef, hönnun og saumaskapur, prjón, hönnun kassabíla og dúkkuhúsa og smíði þeirra. Allt var þetta flott og skemmtilega fram sett. Þó nokkrir foreldrar komu og skoðu verkefnin og horfðu á vídeó.

> Sjá myndir frá smiðjusýningu