Jólamorgunstund

Jólamorgunstund

Jólamorgunstund Brekkó var haldin í morgun með tilheyrandi hljóðfæraslætti og söng, leik, dansi og almennri jólagleði. Vel var mætt á pallana og kunnum við foreldrum, öðrum aðstandendum og leikskólabörnum þakkir fyrir komuna.

Veðurguðirnir voru svo vingjarnlegir að vera búnir að klæða bæinn í hvíta og þykka vetrarkápu sem bætti bara á stemmninguna því öll viljum við meiri snjó, ekki satt!

Viðurkenningar voru veittar nemendum í 1.-7. bekk og klappað fyrir þeim mörgu nemendum unglingadeildar sem standa sig vel í mætingu.

Eins og venjan hefur verið á Jólamorgunstund síðustu árin mættu fulltrúar fyrrum nemenda og velunnarar skólans og færðu honum gjöf. Þetta er liður í Brekkubæjarrallinu sem Haraldur Sturlaugsson startaði árið 2010. Að þessu sinni var það árgangur 1956 sem gaf og afhenti svo árgangi 1957 keflið – við þökkum fyrir okkur!

> Sjá myndir frá Jólamorgunstund