Hurðaskreytingakeppni unglinga

Hurðaskreytingakeppni unglinga

Hin árlega hurðaskreytingakeppni unglingadeildar var haldin á jólaþemadegi, 2. desember sl. Keppnin er stórskemmtileg og orðin hluti af jólaundirbúningi unglinganna. Hún hefur stækkað ár frá ári og heldur bæst í skreytingarnar sem eru orðnar all viðamiklar og flottar.

Keppnin í ár var mjög spennandi, en í dómnefnd sátu Þórey myndmenntakennari, Stína ritari, Magnús skólastjóri, Ína Margrét í 6.B og Agnes Mist í 3.BS. Fallegasta hurðaskreytingin fyrir þessi jólin þótti ver sú hjá 8.S, en frumlegustu hurðaskreytinguna átti 9.S.