Lesið upp á bókasafni

Lesið upp á bókasafni

Fastur liður á aðventunni í Brekkubæjarskóla er að bekkir mæta á bókasafnið til hennar Hallberu til þess að hlýða á upplestur úr nokkrum af nýjustu jólabókunum í fallegri birtu frá kertum og einstaka lampa. Nemendur á öllum stigum njóta lestursins og fá svo í nesti bókasafnsnammi, en það er andlegt fóður í líki einnar lítillar jólavísu.