Bókamessa hefst 14. janúar

Bókamessa hefst 14. janúar

Hin árlega Bókamessa í Brekkubæjarskóla verður sett á miðvikudaginn næsta, þann 14. janúar, og hefst með lestrarstund þar sem nemendur, starfsfólk og foreldrar setjast eða legggjast niður þar sem þau eru þá stundina og lesa saman sér til yndis.

Bókamessa hefur verið haldin í Brekkubæjarskóla í janúar undanfarin ár. Markmið Bókamessunnar eru að hvetja til aukins lesturs nemenda og ýta undir jákvætt viðhorf til bóka og lesturs.

> Lesa meira um Bókamessu í Brekkó