Lestrarstund í upphafi Bókamessu

Lestrarstund í upphafi Bókamessu

Við blésum til Bókamessu í Brekkó í dag og byrjuðum eins og vanalega á tuttugu mínútna lestrarstund á níunda tímanum í morgun. Eins og oft áður voru foreldrar nemenda á yngsta stigi duglegir að mæta og lesa með sínum börnum.

Það er alltaf gaman að ganga um skólann í miðri lestrarandakt og sjá nemendur, starfsfólk og foreldra niðursokkna í bækur og varla taka eftir því þegar smellt er af þeim mynd.

> Sjá myndir frá lestrarstund

STÆKKA MYND ]