Brekkó og Berlín skiptast á kveðjum

Brekkó og Berlín skiptast á kveðjum

Nemendur 3. bekkjar skiptust á jólakortum við nemendur í Charlotte Salomon Grundschule í Berlín. Þetta er einn af þeim skólum sem starfsfólk Brekkubæjarskóla heimsótti haustið 2012 og er þátttakandi með okkur í Erasmus plus, evrópska samstarfsverkefninu sem við fengum styrk til nýverið.

Hér má sjá mynd af þýsku nemendunum með jólakortin frá nemendum 3. bekkjar Brekkó, en þau voru myndskreytt með gömlu jólasveinunum, Grýlu og Leppalúða. Einnig sendum við þeim útskýringar á íslensku jólasveinunum og skemmtu þau þýsku sér víst konunglega við að hlusta á þær lýsingar.

Fleiri bekkir hafa skipst á kortum, og eru nemendur 5. bekkjar t.d. að senda frá sér nýárskort til vina í Katalóníu á Spáni.

> Lesa um námsferð starfsmanna til Berlínar 2012