Nördafár í unglingadeild

Nördafár í unglingadeild

Unglingar skólans gerðu sér glaðan skóladag í gær, í tilefni nýársballsins sem haldið var um kvöldið, og klæddu sig upp samkvæmt þröngri staðalímynd nördsins.

Upp úr þessu spannst nokkur umræða um það, hvað fyrirbærið nörd væri nú fyrir eitthvað. Niðurstaðan var einhvern veginn sú að nörd væri ofurgáfuð manneskja sem hefði áráttukenndan – eða ástríðufullan – áhuga á einhverju alveg sérstöku.

Nokkrar MYNDIR af glereygðum njörðum segja þó meira en nokkur orð hér.

[STÆKKA MYND]