Bókaormurinn sem lengist við lestur

Bókaormurinn sem lengist við lestur

Bókamessa stendur sem hæst í Brekkó þessa dagana og allir sitja, liggja, standa sveittir við að lesa – af því að lestur er bestur. Krakkarnir á yngsta stigi eru duglegir að lengja í bókaorminum sem liggur framan við bókasafnið – nema hvað! – og hámar í sig bækurnar sem börnin lesa.

Við hverja lesna bók skrifa þau stuttlega um bókina á lítið spjald og hengja aftan í orminn langa sem hlykkjast um ganga skólans og bara lengist og lengist.

[ STÆKKA MYND ]