Almenn ánægja með mötuneytið – segja niðurstöður könnunar

Matreiðsla

Ekki eru þessir ungu menn starfsmenn mötuneytisins, en hins vegar meira en liðtækir í matreiðslu.

Nú liggja fyrir niðurstöður úr árlegri könnun meðal foreldra um viðhorf þeirra til mötuneytis Brekkubæjarskóla. Skemmst er frá því að segja að almenn ánægja er meðal foreldra varðandi fyrirkomulag mötuneytis og matinn sem þar er borinn fram.

Foreldrum gafst einnig kostur á að benda á það sem enn gæti bætt okkar góða mötuneyti og verða þau sjónarmið skoðuð af stjórnendum og matráði. Þessar kannir eru okkur mikilvægar til að bæta enn það góða starf sem fram fer í skólanum og viljum við hvetja foreldra að vera duglegir að taka þátt í þeim.

> Skoða niðurstöður mötuneytiskönnunar
> Skoða matseðil fyrir janúar og febrúar 2015
> Fræðast um mötuneyti Brekkubæjarskóla