Bóndadagur í Brekkó

Bóndadagur í Brekkó

Það voru svo engar smá trakteringar sem dömurnar í 8. bekk buðu sínum bekkjarbændum upp á þennan morguninn. Í annarri bekkjarstofunni var búið að dúka upp borð og síðan var piltunum vísað ti sætis þar sem matseðlar biðu þeirra. Svo máttu þeir panta það sem þá lysti sem stúlkurnar skrifuðu upp samviskusamlega klæddar í hefðbundinn þjónaklæðnað með hvítt stykki upp á aðra höndina.

Bóndadagur, fyrsti dagur Þorra, hefur síðustu árin verið haldinn hátíðlegur í Brekkó og er þá undir hverjum árgangi komið hvernig farið er að. Oftast eru það stúlkurnar sem gera drengjunum eitthvað gott í tilefni dagsins, sem drengirnir launa þeim svo á konudaginn á fyrsta degi Góu. Í yngri bekkjum útbúa stúlkurnar kórónur eða þessháttar fyrir drengina, en í eldri bekkjunum er oft boðið upp góðgæti ýmislegt.

> Sjá myndir frá bóndadegi í Brekkó
> Sjá líka vídeó frá átveislu 8. bekkinga á Fésbók skólans

[ STÆKKA MYND ]