Fjölgreindarleikarnir

Fjölgreindarleikarnir

Fjölgreindarleikar voru háðir í Brekkó í dag á hátt í fjörtíu stöðvum um allan skólann sem áttu að höfða til mismunandi greindar og hæfileika nemenda. Krakkarnir stoppuðu stutt við á hverri stöð, þannig að enginn tími gafst til þess að láta sér leiðast og fjölbreytt voru nú viðfangsefnin; þrautalausnir, púsl, jafnvægisæfingar og nudd, limbó, jóga, spil og kínverska – svo nokkur dæmi séu nefnd. Í frímínútum fóru allir út í góða veðrið – að meðtöldum unglingunum og kennurum – og tóku margir þátt í leikjum.

Fjölgreindarleikarnir stóðu til hádegis en eftir hádegi fór yngsta stigið í gæslu á Dagvist en miðstigið og unglingastigið fór heim.

Fjölgreind er dyggð vorannar, en unnið er með Fjölgreindakenningu Gardners sem gengur út á það að hver og einn búi yfir mörgum greindum og sé frá náttúrunnar hendi missterkur í einstökum greindum.

Gardner hefur skilgreint átta greindir: málgreind, rök- og stærðfræðigreind, rýmisgreind, tónlistargreind, líkams- og hreyfigreind, samskiptagreind, sjálfsþekkingargreind og umhverfisgreind.

Á Fjölgreindarleikunum er nemendum skipt í marga hópa og saman leysa þeir af hendi ýmsar þrautir. Nemendur þurfa að vinna saman þvert á aldur og reynir þá á samvinnu og samskipti á milli nemenda sem er bæði gefandi og þroskandi og vonandi fá allir tækifæri til að njóta sín á því sviði sem þeir eru skerkastir í.

> Lestu meira um dyggð annarinnar
> Lestu um fjölgreind og fjölgreindarpízzuna

[ STÆKKA MYND ]

Fjölgreinarleikar