Hundraðdagahátíð

Hundraðdagahátíð

Skóladagurinn í dag var sá eitthundraðasti og af því tilefni hefur orðið sú hefð í 1. og 2. bekk að halda upp á daginn með umfangsmikilli talningu á öllum sköpuðum hlutum og svo heljarmiklu hlaðborði smárétta. Krakkarnir koma með allskonar nesti og eina reglan sú að það sé af hollara taginu (eins og alltaf) og það sé í 100 stykkjum.

Því var það svo í 2. bekk þar sem fimmtíu nemendur voru mættir að hlaðborð þeirra taldi a.m.k. 5000 einingar af allskonar góðgæti. Skólastjóranum var að sjálfsögðu boðið sérstaklega og skartaði hann kórónu sem honum var gefin á bóndadeginum.

[ STÆKKA MYND ]