Leitin að Hátónsbarka og hæfileikabúnti

Leitin að Hátónsbarka og hæfileikabúnti

Úrslitin í sönkeppninni Hátónsbarkanum fara fram í Grundaskóla miðvikudagskvöldið 4. febrúar kl. 20, en áður hafa undankeppnir verið háðar í hvorum skólanum fyrir sig. Þrír söngvarar stíga á stokk frá hvorum skóla og munu sigurvegarar verða fulltrúar Arnardals í Söngkeppni Samfés – Vesturlandskeppni.

Sama kvöld verður í fyrsta skipti í mörg ár keppt í hæfileikum og verða atriðin að sögn af ýmsu og spennandi tagi. Sjón verður sögu ríkari.

Fimmhundruð krónur kostar inn fyrir alla og sjoppan er opin.

> Sjá viðburð á Facebook
> Lesa meira um Hátónsbarkann