Dansaðu með okkur á næstu Morgunstund

Dansaðu með okkur á næstu Morgunstund

Á Stórri morgunstund í næstu viku, fimmtudaginn 12. febrúar, verður dansaður hópdans og foreldrar og annað gott fólk á pöllunum virkjað í þau skemmtilegheit. Hér er dansinn, gott fólk, og þá er bara að byrja að æfa sig (dansinn er við lagið Lips are movin). Það eru þær Hanna Louisa og Ísabella sem hér dansa ásamt Elínu Ólöfu dans-umsjónar-kennara.