Þorraþema á morgunstund

Þorraþema á morgunstund

Það var þorraþema á Stórri morgunstund sem við héldum hér í Brekkó í morgun. Að venju var mikið spilað og sungið, en líka farið með ljóð og viðurkenningar veittar. Olga Katrín, Hátónsbarki Brekkubæjarskóla, söng sitt lag og hin sérstaka hljómsveit Spez, sigurvegari í hæfileikakeppni grunnskólanna, flutti sitt.

Svo var dansað; allur salurinn á iði.

Góð mæting var á pallana; foreldrar og aðrir aðstandendur nemenda og leikskólabörn, en sérstakir gestir úr 8. bekk Grundaskóla sátu með jafnöldrum sínum á gólfinu.

Viðurkenningarhafar á yngsta- og miðstigi á Stórri morgunstund 12. febrúar 2015.

Viðurkenningarhafar á yngsta- og miðstigi á Stórri morgunstund 12. febrúar 2015.