Fyrirlestur um einstaka

Fyrirlestur um einstaka

Aðalheiður Sigurðardóttir hélt á dögunum áhugaverðan fyrirlestur fyrir starfsfólk skólans um reynslu sína af því að ala upp dóttur með ódæmigerða einhverfu. Margt er það í reynslusögu hennar sem læra má af og sérstaklega það að einhverfa er flókið fyrirbrigði og enginn einstaklingur eins þegar kemur að greiningu á henni.

Aðalheiður vinnur að uppsetningu vefseturs undir yfirskriftinni Ég er unik, en þar á að vera hægt að setja saman persónubundnar lýsingar á einkennum einhverfu og upplifun hins einhverfa, sem og hvernig aðrir geta brugðist við á jákvæðan hátt.

[ STÆKKA MYND ]