Alþjóðadagur móðurmálsins

Alþjóðadagur móðurmálsins

Alþjóðadagur móðurmálsins er á morgun, 21. febrúar, og af því tilefni vekjum við athygli á þessari stuttu kvikmynd sem við gerðum í fyrra, en hún gefur ágæta mynd af þeim tungumálum sem nemendum og starfsfólki Brekkubæjarskóla eru töm. Móðurmál hvers og eins er mál sem þarf að sí-sinna og forsenda þess að önnur mál lærist vel.

[ STÆKKA MYND ]