Viðtalsdagur á þriðjudag

Viðtalsdagur á þriðjudag

Á morgun, þriðjudag, er viðtalsdagur í Brekkubæjarskóla, en þá eiga nemendur stefnumót við umsjónarkennara sína ásamt foreldrum.

Nemendum í 1.-4. bekk stendur til boða að vera á dagvist frá kl. 8-12 á morgun, en það þarf að tilkynna með pósti til skrifstofu. Dagvist er svo opin eftir hádegið.

Sérgreinakennarar eru líka til viðtals og þá má finna hér:

  • Heimilisfræðikennari: Sigríður K. Óladóttir – heimilisfræðistofa, 1. h.
  • Íþróttakennarar: Brynjar Sigurðsson, Ragnheiður H. Guðjónsdóttir og Sigríður H. Gunnarsdóttir – bókasafn, 2. h.
  • Tón- og leiklistarkennarar: Heiðrún Hámundadóttir, Samúel Þorsteinsson – tónmenntastofa, 1. h.
  • Myndmenntakennari: Þórey Jónsdóttir – myndmenntastofu, 1. h.
  • Sérkennari á miðstigi: Hjördís Hjartardóttir – 3. h., st. 311
  • Sérkennari á unglingastigi: Sigríður Skúladóttir – 2. h.,  st. 211
  • Dönskukennari: Dagný Þorsteinsdóttir – vinnuver kennara, 2. h.
  • Stærðfræðikennari: Sigtryggur Karlsson – viðtalsherbergi, 3. h.

Allar nánari upplýsingar má fá á skrifstofu.