Vídeóverkefni nemenda fyrr og nú

Vídeóverkefni nemenda fyrr og nú

Síðustu 10-15 árin hefur vídeó verið einn af þeim miðlum sem nemendur skólans hafa notað til að koma verkefnum sínum til skila og oft vinsæll miðill – þá er ekki átt við leiknar stuttmyndir, hreyfi- og teiknimyndir; meira um þær síðar. Oft hefur tekist vel til þegar nemendur hafa virkjað hugmyndaflugið og sköpunarkraftinn sem í þeim býr. Alls ekki allar hafa þessar stuttu kvikmyndir ratað inn á vefinn, en nokkrar eigum við þó inni á Youtube, hátt í 30 talsins.

Hér fyrir neðan er spilunarlisti með öllum verkefnunum sem varðveist hafa og eru sumir kvikmyndagerðarmennirnir sennilega komnir í háskóla núna. Verkefnin eru af ýmsu tagi, en einna metnaðarfyllstu myndirnar eru gerðar upp úr samfélagsfræðiverkefnum.