Upplestrarlið Brekkó 2015

Upplestrarlið 7. bekkjar tilbúið í allt

Forkeppni Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi fór fram í skólanum í morgun þegar 16 nemendur úr 7. bekk lásu upp ljóð og kafla úr skáldsögum fyrir framan dómnefnd og nemendur í 6. og 7. bekk.

Sex upplesara valdi dómnefnd úr þessum hópi til þess að vera fulltrúar Brekkubæjarskóla á lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi í Tónbergi þann 5. mars nk., en þeir eru:

  • Aldís Inga Sigmundsdóttir
  • Anna Sigurborg Elíasdóttir
  • Arna Ósk Jónsdóttir
  • Aron Kristjánsson
  • Kolbrún Hallgrímsdóttir
  • Sylvía Lyn Trahan

Við óskum þessum nemendum til hamingju og öllum sem tóku þátt í dag og minnum á keppnina í Tónbergi 5. mars.