Íþróttadagar

Íþróttadagar

Íþróttadagar standa yfir í dag og á morgun. Árgangarnir í unglingadeild kepptu sín á milli í morgun í fjórum greinum; kýló, tveimur tegundum af skotbolta og reiptogi. Leikar fóru þannig að 9. og 10. bekkur unnu jafnir að stigum, annað árið í röð.

Á morgun byrjar dagurinn á íþróttasýningu á yngsta stigi kl. 8.15 þar sem árgangarnir fjórir sýna brot af því sem fengist er við í íþróttatímum. Foreldrar eru velkomnir á pallana og eru einnig minntir á að láta börnin hafa íþróttaföt með sér í skólann. Íþróttadagur á miðstigi hefst svo kl. 10.40.

> Sjá myndir frá íþróttadögum

[ STÆKKA MYND ]