Aron upplesari Brekkubæjarskóla

Aron upplesari Brekkubæjarskóla

Úrslitakvöld upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi fór fram í Tónbergi í gær. Keppniskvöldið var allt hið glæsilegasta og stóðu keppendur sig með miklum sóma. Á milli atriða fluttu nemendur skólanna tónlistaratriði eins og venjan býður.

Eftir að lesarar höfðu lesið upp ljóð og stuttan sögukafla að eigin vali varð niðurstaða dómara sú að upplesari Brekkubæjarskóla var valinn Aron Kristjánsson og Erla Karitas Jóhannesdóttir fyrir Grundaskóla.

Við óskum öllum nemendum til hamingju með frábæra frammistöðu og kennurum og öðrum starfsmönnum skólanna fyrir góðan undirbúning.