Brekkó sigrar Vesturlands- og Vestfjarðariðil Skólahreysti og keppir til úrslita

Brekkó sigrar Vesturlands- og Vestfjarðariðil Skólahreysti og keppir til úrslita

Lið Brekkubæjarskóla sigraði sinn riðil (Vesturland og Vestfirðir) í Skólahreysti í gær og er því komið með þátttökurétt í úrslitakeppnina sem haldin verður 22. apríl í Laugardalshöll í beinni útsendingu.

Þetta er í fyrsta skipti sem lið skólans kemst áfram, en það skipa þau Aron Ingimundarson, Svavar Örn Sigurðsson, Anton Elí Ingason, Birta Margrét, Írena Rut Elmarsdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir. Þau unnu þrjár greinar af fimm með miklum glans, en nánar má sjá um það HÉR.

Upptöku frá æsispennandi keppni okkar liðs í hraðabrautinni í Skólahreysti í gær, þar sem Írena og Anton Elí nelgdu sigur Brekkó í riðlinum og tryggðu liðinu þátttöku í lokakeppninni, má sjá á Fésbókarsíðu skólans.

[ STÆKKA MYND ]