Söngleikir á Árshátíð og fleira gaman

Söngleikir á Árshátíð og fleira gaman

Árshátíðarsýningar Brekkubæjarskóla þetta árið eru hafnar. Í morgun voru tvær nemendasýningar og annað eins verður í fyrramálið. Almennar sýningar verða svo þriðjudag og miðvikudag kl. 17.30 og 19.30 báða dagana.

Miðasala hefst hálftíma fyrir hverja sýningu og greiða börn 300 kr. en fullorðnir 500 kr. Þeir foreldrar sem eiga börn á fleiri en einni sýningu borga bara einu sinni inn. Allar frekari upplýsingar má sjá í leikskrá sem börnin koma með heim í dag og er líka að finna í vefnum.

Við erum með þema að þessu sinni og sækjum m.a. heim Sælgætisland og Sjónarhól, Hálsaskóg og Kattholt, með viðkomu í Latabæ, Nýju Jórvík bannáranna og Rydell High þar sem klístur er í hári. Þemað er semsagt söngleikir og tónlistartengt leikhús.

Góða skemmtun!

> Sjá myndir frá rennsli 13. mars 2015
> Skoða leikskrá árshátíðar 2015

[ STÆKKA MYND ]