Mótórhjól og matreiðsluvídeó í Smiðju

Mótórhjól og matreiðsluvídeó í Smiðju

Í Smiðju á unglingastigi í Brekkubæjarskóla eru unnin margvísleg verkefni og helst á áhugasviði hvers og eins nemanda. Í morgun var haldin sýning á verkefnum nemenda þessa önnina og þar var aldeilis margt að skoða og smakka.

Verkefnin sem sýnd voru voru m.a. matreiðsluvídeó, smákökur, borðspil, leikið vídeó þar sem snúið var út úr íslenskum orðtökum, kynningar ýmiskonar; s.s. saga tölvuleikja, og marg fleira.

Einna mesta athygli vöktu hjól sem þeir Hlynur og Máni í 9. bekk höfðu smíðað og sjá má hér á myndinni.

> Sjá kvikmynd um sýningu á verkefnum úr Smiðju

[ STÆKKA MYND ]