Sólmyrkvi á sandi

Sólmyrkvi á sandi

Undur dagsins, sólmyrkvinn mikli, fór heldur betur ekki fram hjá okkur í Brekkubæjarskóla. Flestir ef ekki allir bekkir héldu snemma dags út í góða veðrið til móts við sólina til að verða vitni að þessum fátíða atburði.

Margir fóru á Langasand og að sjálfsögðu með sólmyrkvagleraugun fínu sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness gaf nemendum. Þar var blínt í blíðunni upp í himininn og einum og einum kennt og öðrum bent.

Og allir sneru þeir aftur alkátir með þetta líka fína útinám og enginn sólbrenndur. Vorið er að koma.

> Sjá kvikmyndina Sólmyrkvi á sandi