Páskafélagsvist unglinga

Páskafélagsvist unglinga

Líkt og undanfarin ár var Páskafélagsvist spiluð í unglingadeild núna í vikunni fyrir páskafrí. Í ár var spilað á 30 borðum og spilað í u.þ.b. 3 klukkustundir. Verðlaunaafhending fór fram á salnum í dag eftir samsöng, en í verðlaun fá þeir stigahæstu páskaegg og líka þeir stigafátækustu.

Stigalægsta konan var Irma Alexandersdóttir með 78 stig og stigalægsti karlinn var Hugi Sigurðsson með 80 stig.

Stigahæsta konan var hins vegar Freyja María Sigurjónsdóttir með 118 stig og stigahæsti karlinn þriðja árið í röð var Ingvar Örn Einarsson með 122 stig.

> Sjá myndir frá félagsvistinni