Reiðhjólahjálmar til 1. bekkinga

Reiðhjólahjálmar til 1. bekkinga

Kiwanisfélagar af Akranesi komu í morgun færandi hendi inn í 1. bekk með reiðhjólahjálmana góðu sem hreyfingin og Eimskip hafa gefið yngstu nemendum grunnskólanna undanfarin ár.

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, kennari við Grundaskóla, fylgdi gjöfinni úr hlaði með stuttri fræðslu um mikilvægi hjálma og rétta notkun þeirra.

Þetta mun vera í ellefta árið sem Kiwanis gefur hjálma, en alls hafa þeir ratað á um sjötíu þúsund kolla íslenskra sex ára barna.

Hjálmunum fylgja svo buff til að hafa um höfuð undir hjálmi og ljós á reiðhjól.

Við þökkum kærlega fyrir okkur!

[ STÆKKA MYND ]