Erlendir kennarar í heimsókn vegna ERASMUS verkefnis

Erlendir kennarar í heimsókn vegna ERASMUS verkefnis

Þessa dagana er hópur kennara frá meginlandi Evrópu staddur hér á Akranesi að skoða sig um og kynnast skólanum, nemendum og kennurum. Kennararnir koma frá Tyrklandi, Þýskalandi, Írlandi, Rúmeníu, Grikklandi, Póllandi og Spáni og eru í ERASMUS samstarfi við 6. bekk skólans, en samstarfið teygir sig víðar.

Í morgun skoðuðu þeir sig um í skólanum og nutu leiðsagnar nemenda og stundum á sínu eigin máli, því hér eru a.m.k. nokkrir nemendur mæltir á pólska og þýska tungu. Annars var enska notuð til samskipta.

Gestirnir munu líka skoða bæinn og næsta nágrenni, en samstarfið hófst síðastliðið haust og stendur yfir næstu tvö árin. Nemendum 6. bekkjar var í vikunni tilkynnt að þeir fá að fara í heimsókn Þýskalands og Spánar og þykir þeim það víst ekki leiðinlegt.

> Sjá myndir frá heimsókninni

[ STÆKKA MYND ]