Nemendur Brekkó skora hátt í stærðfræðikeppni

Nemendur Brekkó skora hátt í stærðfræðikeppni

Laugardaginn 18. apríl var haldin athöfn á sal FVA þar sem afhentar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni unglingadeilda grunnskólanna á Vesturlandi. Tíu efstu keppendum í hverjum árgangi var boðið að mæta og taka við viðurkenningum, en einnig var tilkynnt hverjir hefðu skorað hæst.

Þátttaka talnaglöggra nemenda Brekkubæjarskóla var góð og uppskeran eftir því; tvö hrepptu 1. verðlaun – þau Arnar Reyr í 8. bekk og Halla Margrét í 10. bekk – og einn 3. verðlaun – Andri Snær í 8. bekk.

Við óskum þeim og öllum hinum til hamingju með árangurinn.

> Sjá myndir frá afhendingu viðurkenninga og verðlauna