Nemendur 5. bekkjar safna fyrir skólabyggingu ABC í Keníu

Nemendur 5. bekkjar safna fyrir skólabyggingu ABC í Keníu

5. bekkur tók þátt í söfnuninni BÖRN HJÁLPA BÖRNUM 2015, sem er árlegt söfnunarátak ABC barnahjálpar í samstarfi við grunnskóla landsins. Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar. Í ár er safnað fyrir öðrum áfanga í byggingu skóla og heimavistar fyrir ABC starfið í Nairobi í Keníu.

Krakkarnir hafa undanfarið gengið í hús og beðið bæjarbúa um að styrkja framtakið. Í dag skiluðu þeir svo söfnunarbaukunum inn í Íslandsbanka í dag og biðu síðan spennt eftir að heyra hversu há upphæð safnaðist, en hún reyndist vera 110.998 kr.

Í leiðinni var komið við á bæjarbókasafni Akraness þar sem tekið var vel á móti krökkunum sem höguðu sér af stakri prýði og það var ekki eins og það væru 40 krakkar staddir þarna inni.

[ STÆKKA MYND ]