Brekkó stóð sig vel í úrslitum Skólahreysti

Brekkó stóð sig vel í úrslitum Skólahreysti

Keppnislið Brekkubæjarskóla stóð sig aldeilis vel í úrslitum Skólahreysti sem fram fór í Laugardalshöll síðasta vetrardag. Liðið lenti í 6. sæti af tólf og má vel við það una, eða eins og Sigga lei (leikfimikennari) orðar það í samtali við Mbl.is: “Við segj­um að krakk­arn­ir fari í keppni og geri sitt besta og ef þau gera sitt besta er það flott­ur ár­ang­ur”.

Írena og Anton Elí kepptu í hraðaþraut og lentu í 3.-4. sæti á tímanum 2:20 sem er mjög góður tími. Svavar Örn og Birta Margrét kepptu í einstaklingsgreinunum. Svavar lenti í 4. sæti í upphýfingum og 2. sæti í dýfum sem er frábær árangur, en nýliðinn Birta Margrét stóð sig vel í hreystigreip og armbeygjum. Varamenn voru Bergdís Fanney og Aron Kristinn.

Um áttatíu gulir krakkar fylgdu keppnisliðinu í höllina og hvöttu óspart til dáða.

> Sjá frétt Mbl. um keppnislið Brekkó
> Sjá myndir frá úrslitum Skólahreysti

[ STÆKKA MYND ]