Útileikir og útikennsla í björtu vorveðri

Útileikir og útikennsla í björtu vorveðri

Við höfum nýtt bjarta en kalda veður vikunnar í útileiki og útinám. Kennarar og aðrir starfsmenn hafa stjórnað leikjum í fyrri frímínútum yngsta stigs og sumir þeirra eru leikir sem ekki hafa sést hér um nokkurt skeið, eins og t.d. teygjutvist.

Íþrótta- og danstímar færast á þessum tíma skólaárins útfyrir ef veður mögulega leyfir og ekkert gefið eftir. Fríska loftið er öllum gott og ættu allir að sofna enn fyrr og betur í lok dags.

> Sjá Skoða myndir

[ Stækka mynd ]