6. bekkur á ferð: Reykholt og rennerí

6. bekkur á ferð: Reykholt og rennerí

Mánudaginn var fór 6. bekkur í Reykholt á slóðir Snorra Sturlusonar, en bekkurinn hefur einmitt verið að læra um hann í vetur. Séra Geir Waage tók á móti hópnum og fræddi um sögu staðarins og margt annað skemmtilegt.

Áhugaverðast fannst krökkunum sögur af sápu úr keitu (hlandi), að stúlkur hefðu verið giftar 13 ára (bara ári eldri en dömurnar í bekknum) og sérann hann fór með Faðirvorið á fornri ensku.

Krakkarnir sáu líka minjar um bústað Snorra, leiði hans og laugina sem hann baðaði sig í. Geir hafði á orði að krakkar sem kæmu úr Brekkubæjarskóla væru alltaf svo kurteis og skemmtileg og voru krakkarnir glöð að heyra það.

Eftir skemmtilega og fróðlega dvöl í Reykholti var brunað í Borgarnes og rennibrautir sundlaugarinnar teknar til kostanna. Skemmtilegur dagur eins og sjá má á Skoða myndir í myndasafni.

[ Stækka mynd ]