5. bekkur á faraldsfæti: Nýborin lömb, ís og Eiríkur rauði

5. bekkur á faraldsfæti: Nýborin lömb, ís og Eiríkur rauði

Miðvikudaginn 13. maí fór 5. bekkur að Eiríksstöðum í Haukadal að skoða fornar slóðir Eiríks rauða. Svo var kíkt við í fjárhúsum að Stóra-Vatnshorni þar sem sauðburður var í fullum gangi og margt nýborinna lamba.

Að síðustu var komið við á Erpsstöðum þar sem nemendur og starfsfólk fengu leiðsögn um fjósið og að sjálfsögðu var smakkað á hinum rómaða ís sem þar er framleiddur.

Ferðin gekk ljómandi vel og voru krakkarnir til fyrirmyndar.

> Sjá Skoða myndir

[ STÆKKA MYND ]