Vigdís forseti og önnur vídeóverkefni nemenda í samfélagsfræði í 10. bekk

Vigdís forseti og önnur vídeóverkefni nemenda í samfélagsfræði í 10. bekk

Nemendur 10. bekkjar vinna stór verkefni í samfélagsfræði á hverju vori með meginstrauma 20. aldar að viðfangi. Síðustu árin hefur færst í vöxt að nemendur nýti sér mynd- og talmál við verkefnavinnuna í formi stuttmynda.

Inn á Youtube-veitu skólans eru nú komin nokkur vídeóverkefni sem gaman er að skoða, m.a. viðtal sem þær Hjördís, Margrét, Hekla og Birta tóku við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta.

Eins og stúlkurnar benda á í verkefni sínu, Konur og réttindi, værum við hér á Akranesi varla með sex konur sem bæjarfulltrúa af níu ef brautryðjendastarfi Vigdísar hefði ekki notið við.

[ STÆKKA MYND ]