2. bekkur í vorferð á Bjarteyjarsandi

2. bekkur í vorferð á Bjarteyjarsandi

Á fimmtudaginn var fór 2. bekkur í skemmtilega heimsókn á Bjarteyjarsand í Hvalfirði. Ferðin var í tengslum við vinnu nemenda undanfarið um húsdýr. Nemendur hittu húsdýrin á bænum, en þar má finna kindur, hesta, kanínur, hænur og kalkúna.

Heppnin var með í för því nemendur urðu vitni að lambsburði sem gladdi mikið. Einnig var fjaran við Bjarteyjarsand skoðuð og mikið af allskyns fjörugulli rannsakað og jafnvel tekið með heim.

Í rútunni á leiðinni fengur krakkarnir að heyra þjóðsöguna af illhvelinu Rauðhöfða sem Hvalfjörður er nefndur eftir. Sælir og glaðir krakkar komu svo til baka úr ferðinni sinni um hádegisbil og tóku hraustlega til matar síns. Og um ganga skólans angaði allt af vorlegri sveitalykt úr fötum fjárhúsafaranna.

> Skoða myndir úr ferðinni

[ STÆKKA MYND ]