Karnival á síðasta skóladegi

Karnival á síðasta skóladegi

Við slúttuðum skóla í dag með fjörugu útikarnivali þar sem nemendur og starfsfólk skemmtu sér saman í furðufötum af öllu tagi í hreint ágætu veðri. Allskonar leikjastöðvar voru út um alla skólalóð, andlitsmálun og dans. Undir hádegið var svo boðið upp á grillaðar pylsur og drykk og allt rann þetta ljúflega niður í svanga maga.

Nokkrir foreldrar komu og glöddust með okkur í dag sem og dagmæður og börn. Flottur endir á góðum skólavetri. Svo skólaslit á mánudag kl. 9.

> Sjá myndir frá karnivali

[ STÆKKA MYND ]