Útskrift árgangs '99

Útskrift árgangs ’99

Útskrift þess síðasta árgangs nemenda Brekkubæjarskóla sem samkvæmt sumra hyggju heyrir til 20. aldarinnar fór fram á sal Fjölbrautarskóla Vesturlands í gærkvöld, mánudagskvöldið 8. júní.

Þetta var árgangur nemenda sem fæddir eru 1999, árgangur í stærra laginu og því var brugðið á þá nýbreytni að útvista útskriftinni í stærri sal. Var það mál þeirra sem viðstaddir voru að vel hefði tekist og kannski verður þá framhald á.

Árgangurinn hefur verið frekur til fjörsins hér í skóla og all áberandi í tónlistarstarfi sem og öðru og því kom ekki á óvart að dagskrá útskriftar bæri keim af því; mikið var sungið og spilað.

Að venju voru veittar viðurkenninar og verðlaun til þeirra nemenda sem hafa staðið sig vel í ýmsu tilliti, en þessi helstu hlutu eftirfarandi:

Hvatningarverðlaun Akraneskaupstaðar hlutu Halldóra Vera Elínborgardóttir, Eiríkur Hilmar Eiríksson, Natalie Kimberly Hahn, Kristmundur Egill Freysson.
Styrk úr minningarsjóði Sindra Dags hlaut Rebekka Sveinbjörnsdóttir.
Verðlaun fyrir námsárangur og háttvísi (Lífsleikniverðlaun) úr Verðlaunasjóði Ingunnar Sveinsdóttur hlaut Jóna Alla Axelsdóttir.
Verðlaun úr Verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar fyrir hæsta samanlagða meðaleinkunn á grunnskólaprófi 2015 hlaut Halla Margrét Jónsdóttir með meðaleinkunn 9,54.

> Sjá lista yfir alla handhafa verðlauna og viðurkenninga við útskrift 2015

Við óskum öllum handhöfum viðurkenninga og verðlauna sem og öllum útskriftarnemum skólans hjartanlega til hamingju með áfangann, þökkum þeim samfylgdina og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.

[ STÆKKA MYND ]