Bullandi bissniss á bókasafni

Bullandi bissniss á bókasafni

Það er nóg að gera á skólabókasafninu þessa fyrstu daga skólaársins þegar nemendur sækja þangað námsbækurnar sínar og svo aðrar bækur til yndislestrar.

Bókasafnið er staðsett á móts við skrifstofu skólans við hlið tölvuvers. Þar þekja bækur alla veggi og hillur inn á milli, en svo er pláss fyrir nemendur í sæti til kennslu og lestrar og til vinnu í tölvum. Safnkosturinn samanstendur af bókum, tímaritum, kvikmyndum og hljóðbókum.

Safnstjóri er Hallbera F. Jóhannesdóttir skólasafnskennari.

> Lesa meira um bókasafnið okkar

[ STÆKKA MYND ]